Þessi helgi er búin að vera frábær. Á föstudaginn fór ég og hitti íslensku sálfræðinemana á fyrsta og öðru ári og það var ekkert smá skemmtilegt. Fórum og fengum okkur að borða og fórum svo á nokkra skemmtistaði. Ég fór reyndar snemma heim (til að ná strætó). Ekkert smá fyndið að taka strætó bæði á djammið og heim líka, mér leið eins og ég væri 17 ára :).
Svo lærði ég aðeins í gær en fór svo til Karenar og við höfðum stelpukvöld sem var ekkert smá næs. Við elduðum pizzu, tókum ekta stelpumynd sem heitir Calendar girls og hún var bara geðveikt góð. Svo borðuðum við líka fullt af nammi og við spjölluðum rosalega mikið. Ég gisti svo bara hjá henni fyrst að við vorum einar um helgina og við vöknuðum ekki fyrr en um tólfleytið, alltof seint :). Núna er ég bara komin heim og ætla að fara að læra. Árni kemur svo heim af fótboltamótinu seinna í dag, hlakka svo til að sjá hann.
sunnudagur, september 19, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 9/19/2004 01:10:00 e.h.
|