Það er nú voðalega lítið að gerast hjá mér þessa dagana. Ég er einhvern veginn ekki kominn í lærugírinn ennþá enda er voðalega skrýtið að vera bara í tveimur fögum (þriðja fagið byrjar ekki fyrr en í október). Þegar að maður hefur lítið að gera þá verður maður eitthvað svo latur.
Við gerðum svo mest lítið um helgina. Karen og Grétar komu reyndar í mat á föstudaginn, ekkert smá gaman að fá þau. Við töluðum bara saman og höfðum það næs. Svo snoðaði Árni sig í gær og er ekkert smá sætur :).
Næstu helgi er svo stelpupartý hjá vinkonu hennar Karenar og mér er boðið með, jei. Það verður örugglega mjög gaman.
Árni er svo kannski að fara með Grétari á eitthvað fótboltamót núna um helgina, ég veit reyndar ekkert hvar það verður en þeir munu gista þar alla helgina. Þannig að ég og Karen ætlum kannski að taka videó og hafa það næs (og borða nammi ;)).
mánudagur, september 13, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 9/13/2004 09:12:00 e.h.
|