þriðjudagur, september 28, 2004

Minns er aftur orðinn veikur. Ekki gaman. Ég skil samt ekki að ég sem er aldrei veik er núna búin að vera tvisvar veik á einum og hálfum mánuði.
Mér leið semsagt ekkert alltof vel á föstudaginn, var með smá kvef og höfuðverk en ákvað samt að drífa mig í partý með íslensku sálfræðinemunum. Það var ekkert smá gaman, enginn af strákunum lét sjá sig þannig að þetta var bara ekta stelpupartý, mjög fínt.
En svo á laugardaginn leið mér verr og ég er ekki búin að fara út í fjóra daga, er með dúndrandi höfuðverk allan daginn, hellu fyrir eyrunum og stíflað nef. Ég er nú samt að vona að mér fari að líða betur, ég hata að vera veik. Reyndar er einn kostur við það, Árni gerir allt sem ég bið hann um, fer út í búð að kaupa nammi, eldar og vaskar upp ;). En mér finnst samt betra að vera hraust og gera eitthvað sjálf á heimilinu en að líða svona.
Svo var ég að fá frábærar fréttir. Helga vinkona ætlar líklegast að koma hingað 12. - 14. nóv. Jibbí. Hún kemur semsagt spes til að óska mér til hamingju með afmælið, nei kannski ekki alveg. Hún er að fara að verja lokaritgerðina sína í Svíþjóð vikunni á undan og ætlar að koma með lestinni hingað og fljúga svo bara heim frá Köben. Oh hvað ég hlakka til að sjá hana. Það verður ekkert smá gaman.