Árni er orðinn veikur :(. Ekki gaman. Hann vaknaði í morgun og var að deyja úr beinverkjum og er með hita þannig að hann tók því bara rólega í dag enda átti hann ekkert að mæta í tíma. Við ætluðum að bjóða Karen og Grétari í mat en það verður víst að bíða aðeins.
Ég fór í annan tímann minn í dag og var mjög ánægð að heyra að það eiga ekki að vera æfingatímar á miðvikudögum eins og sagt var. Þannig að ég er í fríi á miðvikudögum, vei vei.
þriðjudagur, september 07, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 9/07/2004 09:00:00 e.h.
|