miðvikudagur, september 29, 2004

Jæja ég vaknaði í morgun og leið mikið betur og ákvað því að drífa mig í skólann. Fór reyndar með strætó því að ég ætlaði ekki að láta mér slá strax niður. En svo þegar að ég kom heim var auðvitað ekkert til að borða þannig að ég ákvað að hjóla í Fotex og kaupa smá inn. Svo fannst mér eitthvað allt í svo miklu drasli þannig að ég tók aðeins til. Voðalega orkurík eitthvað eftir þessi veikindi.
Árni kom svo heim úr skólanum um fimmleytið og um sjöleytið ákváðum við að hjóla í Ikea og klára loksins að kaupa það sem okkur vantar í heimilið. Við keyptum semsagt sófaborð og hornborð, herðatré og lampa. Einnig keyptum við frekar stóra herðaslá því að það er svo lítið pláss í skápunum okkar að þau föt sem þurfa að hanga á herðatrjám komast ekki öll fyrir. Og við reddum þetta allt heim á hjólunum, geðveikt dugleg. Kassinn utan um herðaslána er t.d. 160 cm langur þannig að þetta var frekar erfitt.
Núna sit ég semsagt og blogga :) á meðan Árni er að setja saman herðaslána.
Svo ætlum við að fara að versla jólagjafir á föstudaginn, vei vei vei. Alveg komin í jólaskapið :).