föstudagur, september 03, 2004

Vá hvað ég var búin á því í dag. Dagurinn hjá mér byrjaði á því að ég hjólaði og hitti Árna á McDonalds (eftir að hann var búinn í skólanum) og við fengum okkur að borða þar. Svo fórum við í Nettó og keyptum smá inn, fórum heim og skiluðum af okkur vörunum sem við keyptum þar. Eftir það var hjólað í Fotex (til að kaupa það sem ekki var til í Nettó) og hjólað aftur heim með vörur. Svo var hjólað aftur í Fotex, hjólin skilin eftir og við keyptum tvo kassa af bjór (einn kassi er með 30 bjórum og kostar 80 dk). Við röltum svo með það heim í innkaupakörfu, svo var aftur farið í Fotex til að skila körfunni og svo hjólað aftur heim. Og það var svo gott að geta fleygt sér í sófann ;).
Skólinn byrjar á mánudaginn og þá er fríið manns víst búið. Eins gott að reyna að snúa sólarhringnum aftur við svo að maður geti mætt ferskur í skólann.