miðvikudagur, september 15, 2004


Jæja hérna kemur mynd af snoðuðum Árna :). Hann er ekkert smá sætur, finnst ykkur það ekki?
Ég og Karen fórum niður í bæ í dag og versluðum aðeins, ég fann meira að segja búð sem selur Asti Martini og keypti mér eina, vei vei. Svo settumst við aðeins niður á kaffihúsi og fengum okkur heitt súkkulaði og latte, nammi namm.
Svo á föstudaginn er smá hittingur hjá íslensku sálfræðinemunum. Ég ætla nú að fara og hitta þá, það verður örugglega mjög gaman.