miðvikudagur, desember 01, 2004

Jæja, bara tveir dagar eftir af skólanum og þá kemur 4 daga frí áður en heimaprófið byrjar. Þessir tveir seinustu dagar verða nú dálítið strembnir þar sem að ég og hópurinn minn erum að fara að flytja verkefnið okkar í Vinnusálfræði á morgun. Ég á semsagt að lesa kynninguna á verkefninu okkar fyrir u.þ.b. 20 manns og það á dönsku!! Ég hlýt að hafa verið á lyfjum þegar að ég samþykkti þetta. Vonandi á þetta samt eftir að reddast, reyndar er hópurinn minn alveg búinn að bjóðast til þess að hjálpa mér ef mig rekur í vörðurnar þannig að það er gott að vita af því.
Á föstudaginn er svo síðasti kennsludagur í Vinnusálfræði og þar eigum við að segja hvernig okkur hafi fundist verkefnið vera, hvernig kúrsinn var, hvernig hópurinn vann saman o.s.frv. Þannig að ég hlakka mjög til klukkan 4 á föstudag af því að þá er verkefnið búið og kennsla líka :).
Svo skila ég líka öðru verkefni á föstudag og þá er ég búin með tvo kúrsa, jej. Við skilum semsagt bara einu stóru verkefni í hverjum kúrs þannig að það er voðalega næs að það sé búið.
Á laugardaginn er svo Julefest hjá sálfræðideildinni, nokkurs konar jólahlaðborð. Flestallir íslensku sálfræðinemarnir ætla að fara þannig að ég ákvað bara að skella mér með líka og hlakka bara til. Eins gott að slappa líka aðeins af áður en 9 daga heimaprófið mitt byrjar þar sem að við fáum 2 spurningar, eigum að velja aðra og skrifa 10 bls. langt svar :s.
En semsagt allir að hugsa vel til mín klukkan 5 á morgun af því að þá byrjar kynningin á verkefninu okkar.