Búin með tvo kúrsa af þremur, jibbí. Reyndar veit ég nú ekki hvort að ég hef staðist þá (fæ bara einkunnina staðist eða ekki staðist) en það reddast vonandi. Mér gekk semsagt alveg ágætlega að flytja verkefnið okkar. Allir Danirnir sögðu að þeir hefðu alveg skilið mig, að ég hefði reyndar talað dálítið hratt og líka hljómað dálítið norsk ;). En það var auðvitað fyrir mestu að þeir skildu mig.
Ég var núna bara að koma af jólahlaðborðinu og það var ekkert smá gaman. Rosalega góður matur og skemmtilegur félagsskapur. Hinsvegar var ekki gaman að horfa á gamanleikritið sem kom á eftir matnum vegna þess að maður skildi ekkert allt. Þar sem að Íslendingarnir sátu allir saman þá var okkar borð frekar þögult þegar að hin borðin sprungu úr hlátri yfir einhverjum brandaranum :). Örugglega frekar skondið að sjá okkur þarna.
sunnudagur, desember 05, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 12/05/2004 01:04:00 f.h.
|