Ég er gjörsamlega að klepra á þessu heimaprófi. Ég er nokkurn veginn búin fyrir utan að ég á eftir að gera lokaorð og lesa yfir. Það sem fer í taugarnar á mér að ég hef ekki samvisku í að skila fyrir 17. des þannig að ég þarf að hanga með það yfir mér alveg þangað til. Ég er nú stundum einum of samviskusöm.
Svo fáum við hjónin í skóinn frá jólasveininum en af því að við erum orðin svo gömul þá fáum við bara annan hvorn dag, semsagt Árni byrjaði á að fá í skóinn, svo fékk ég í morgun o.s.frv. Árni fékk hrikalega sætt kisudagatal og ég fékk rosalega flottan jólasvein jej.
En svo styttist alltaf í heimkomu og ég er gjörsamlega að fara á límingunum, ég hlakka svo til. Ég kíkti einmitt til Karenar og Grétars í gær til að kveðja þau en þau fóru til Íslands í morgun. Ég hefði sko alveg verið til í að fara með þeim (þótt að það muni bara 5 dögum).
En svo ákváðum við að Árni myndi panta sér ferð aftur til Danmerkur 1. jan kl. 8:00. Þannig að hann þarf ekki að vera einn í öðru landi á gamlárskvöld, frekar lærir hann bara heima milli jóla og nýárs. Ég er auðvitað mjög ánægð með það :).
mánudagur, desember 13, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 12/13/2004 05:16:00 e.h.
|