laugardagur, desember 11, 2004

Tengdamamma mín á stórafmæli í dag en hún er fimmtug. Til hamingju með afmælið Ingibjörg mín, þú færð pakkann eftir viku :).
Annars er alveg ekkert að gerast á þessu heimili. Ég er búin að fá heimaprófið mitt og ég er bara heima að vinna það og Árni er á fullu að klára verkefni sem hann á að skila 15. des. Þannig að heimilislífið á þessum bæ er voðalega melló þessa dagana.
Annars var Árni að fá þær fréttir að fyrsta prófið hans verður á milli 3. - 6. jan. og hann lenti auðvitað í því að vera í því 3. jan. Þannig að hann verður líklegast að fara heim 30. des eða eitthvað þannig til að geta lært eitthvað (og þurfa ekki að eyða jólafríinu heima í að læra) þannig að við eyðum gamlárskvöldinu ekki saman og þar að auki í sitthvoru lagi :(. Ekki alveg nógu gaman fyrir Árnann minn.
Og svo kem ég ekkert aftur til Danmerkur fyrr en 21. jan líklegast. Þannig að hann verður aleinn í þrjár vikur :( en hann er reyndar í prófum til 20. jan þannig að ég hefði ekkert annað að gera hérna en að trufla hann (þar sem að minn skóli byrjar ekki fyrr en um miðjan febrúar og ég klára öll próf í desember).