föstudagur, desember 24, 2004

Þótt að klukkan sé ekki orðin 6 þá ætla ég samt að óska öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Takk fyrir frábærar stundir á árinu sem er að líða.
Snúður tók smá forskot á pakkaopnun þegar að hann fann pakkann sinn (by the way lengst undir öllu pakkaflóðinu) og tætti hann í sig til þess að geta fengið harðfiskinn sem var í pakkanum. Algjört krútt.
Mér finnst nú reyndar mjög skrýtið að vera ekki með Árna þessi jól. Fyrstu jólin okkar gift og fyrstu jólin sem við erum ekki saman. En það verður bara að hafa það, ég hitti hann auðvitað seinna í kvöld en samt pínku leiðinlegt.