Jibbí, ég er búin að ná Vinnusálfræðikúrsinum mínum. Ég er mjög ánægð með það vegna þess að við áttum að vera að leysa ákveðið vandamál fyrir eitt fyrirtæki. Það var í raun ekkert vandamál hjá þessu fyrirtæki þannig að við gátum í raun ekki leyst neitt og kennarinn sagði okkur í síðasta tímanum að við hefðum bara átt að segja við fyrirtækið að þau væru ekki með neitt vandamál þannig að þau þyrftu ekkert á okkar hjálp að halda. Við bara ha!! Þegar að maður fær úthlutað verkefni í skólanum þá klárar maður það verkefni, maður hættir ekkert við á miðri leið. En allavega, ég fékk staðið (það var aftur bara gefið staðið eða fallið).
|