Það er svo frábært að vera komin heim til Íslands og hitta alla. Alveg meiriháttar. Það er samt búið að vera alveg stíf dagskrá síðan við komum en það er bara gaman :).
Á laugardagskvöldið var 25 ára afmæli hjá Helgu vinkonu þar sem að maður hitti eiginlega alla vinina á einu brett, alveg yndislegt sko. Á sunnudag var 2 ára afmæli hjá Adam og þar hitti maður fjölskylduna sína :). Eftir afmælið skrifuðum við Árni á 60 jólakort, eins gott að við gerum þetta ekki á hverju ári en við erum allavega búin að senda þau öll, vei vei.
Í gær hitti ég svo nokkrar vinkonur á Tapas barnum, um nammi namm. Ekkert smá góður matur og frábær félagsskapur.
En tíminn líður bara allt of hratt, jólin eru bara alveg að koma og þá styttist í að Árni fari einn aftur til Danmerkur. Ég verð hinsvegar í mánuð til viðbótar ;).
þriðjudagur, desember 21, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 12/21/2004 10:30:00 f.h.
|