Já gleymdi að segja eitt. Ég sakna Snúðarins okkar svooooo mikið. Ég get varla beðið eftir að sjá hann og knúsa hann. Svo er hann alltaf svo skemmtilegur um jólin, ræðst á kúlurnar á jólatrénu og veltir því næstum um koll (mamma er mjög ánægð með það, tíhí) og svo þegar að pakkarnir eru komnir undir tréð þá er sko langskemmtilegast að hoppa á þeim og leika sér að slaufunum. Alveg yndislegastur í heimi þessi kisi.
|