Tengdapabbi á afmæli í dag, til hamingju með afmælið Einar! Sætasti kisinn í heimi á líka afmæli í dag og er 3 ára. Maður fær sko pottþétt eitthvað gott að borða í kvöld, rækjur og rjóma :).
Annars er nú mest lítið að frétta, er bara á fullu í vinnunni og kvöldin eru búin að vera frekar róleg. Reyndar verður aðeins meira að gera næstu daga, er að fara út að borða annað kvöld á Vegamótum með öðrum vinkonuhópnum og svo á föstudagskvöldið fer ég út að borða á Tapas barnum með hinum vinkonuhópnum.
Á laugardaginn er Rakel, sem ég var að vinna með í Landsbankanum, að fara að gifta sig og ég ætla að þjóna til borðs þar. Gaman gaman, hlakka til að sjá hana í kjólnum. Verður örugglega svaka sæt.
Mamma á svo afmæli á fimmtudaginn og nánasta fjölskylda kemur örugglega til okkar um kvöldið, semsagt nóg að gera.
þriðjudagur, september 06, 2005
Birt af Inga Elínborg kl. 9/06/2005 03:19:00 e.h.
|