sunnudagur, október 02, 2005

Þvílíkt skemmtileg helgi búin. Á föstudaginn var Helga með saumó, með mat fyrir heilan her. Rosa gaman að hitta stelpurnar og spjalla saman.
Á laugardaginn lá ég nú bara í leti en um kvöldið kíkti ég til Bjarklindar systur þar sem að við ákváðum að byrja í magadansi í næstu viku. Hún sýndi mér atriði í Ísland í dag (síðan í seinustu viku) og við lágum alveg í kasti yfir 3 karatestrákum sem byrjuðu að æfa magadans vegna atriðis í árshátíð en eru núna farnir að sýna um allan bæ. Þetta var reyndar rosalega flott hjá þeim en líka alveg hrikalega fyndið.
Við kíktum svo aðeins á djammið. Fórum fyrst á Hressó og dönsuðum smá, ætluðum svo að kíkja aðeins inn á Glaumbar en það var svo geðveikt góð tónlist þar að við ílengdumst þar og vorum ekki komnar heim fyrr en um fimm. Snúður vakti mig svo klukkan 11, ekki alveg sá vinsælasti í heimi :).
Svo eru bara 20 dagar þangað til að ég sé manninn minn, hlakka mjög mikið til þess. Við erum sko alveg búin að ákveða að vera aldrei svona lengi frá hvort öðru.