miðvikudagur, október 05, 2005

Rosa gaman í magadansinum í gær, dönsuðum bæði með slæður og án þeirra, lentum í dálitlum vandræðum að dansa með slæðunum, því að þá þarf maður að hreyfa fæturnar, fingurna og hendurnar í einu og það var ekki alveg að gera sig svona fyrsta tímann. En við erum bara 6 í þessu námskeiði, mjög ánægð með það. Í tímanum á undan okkur voru um 30 manns en maður fær mikið meira út úr þessu þegar að svona fáir eru.
Námskeiðinu er svo skipt þannig að fyrstu vikuna verður magadans kenndur, næstu viku Bollywood (ekki Bollywoo eins og ég skrifaði seinast), þriðju vikuna verður Hawaii hula kennt og svo loksins salsa. Er mjög ánægð með þessa uppröðun vegna þess að ég missi af seinustu vikunni en þar sem að ég kann salsa skiptir það ekki svo miklu máli.
En oh my god hvað Josy (kennarinn) dansar vel, þvílíkt vald á magavöðvunum.