föstudagur, október 21, 2005

Núna er minn dapur og alveg með tárin í augunum. Snúðurinn okkar er ekki búinn að láta sjá sig í 30 tíma. Hann kemur yfirleitt þegar að ég kalla á hann en ég er búin að fara tvisvar til Bjarklindar og ekkert bólar á honum. Finnst mjög líklegt að hann sé bara týndur, sé í fýlu út í foreldra sína að vera alltaf að láta hann í nýtt húsnæði til nýrra aðila, æ litla greyið manns. Vona samt svo innilega að hann komi áður en ég fer.