Snúðurinn skilaði sér loksins í gærkvöldi en ekki heim til Bjarklindar. Hann kom heim á Ásbúðartröðina um áttaleytið í gærkvöldi. Við heyrðum bara allt í einu mjálmað inni og þá var maður kominn. Maður er alveg duglegastur sko. Æ ég var svo ánægð að sjá hann og ekki sakaði það að hann svaf hjá mér í alla nótt. Ætla semsagt að hafa hann aðeins lengur hjá mömmu og pabba en svo fer hann líklegast aftur til Bjarklindar. Vona bara að hann skilji að hann eigi heima þar núna, ekki á Ásbúðartröðinni.
Í rauninni var mjög gott að Snúður kom heim því að hann vakti okkur um hálfsex í morgun, ætluðum að vakna fimm en við sváfum öll yfir okkur. En það reddaðist nú alveg og ég náði fluginu léttilega. Flugið gekk svo bara vel og þá var komið að lestarferðinni.
Lestin til Århus skiptist í rauninni í þrennt, nokkrir vagnar fara bara til Fredericia og ekki lengra, nokkrir vagnar fara til Århus o.s.frv. Ég átti semsagt að vera í vagni 31 og það er venjulega merkt hvaða vagn er númer hvað. En þá voru einhverjir tæknilegir örðugleikar í lestinni þannig að maður sá ekki númerin á vögnunum, þannig að ég fer bara inn í einhvern vagn. Auðvitað var það vagn á leiðinni til Fredericia þannig að ég fór að koma mér í réttan vagn. Ég semsagt dröslaðist með 25 kg tösku, snyrtiboxið mitt, bakpokann með fartölvunni og veskið mitt yfir 5 heila vagna. Alveg hræðilegt, sérstaklega þar sem að gangarnir á milli sætanna eru aðeins of þröngir til að maður geti dregið töskuna þannig að ég þurfti í rauninni að halda á henni allan tímann. Og svo vegna þess að þetta tæknilega vandamál hélt áfram þá vissi ég aldrei hvort að ég var komin í réttan vagn. Þurfti sífellt að vera að spyrja hvort að ég væri komin í vagn 31, örugglega mjög vinsæl :). En þetta semsagt reddaðist allt.
Og það var svo gott að sjá Árnann minn og knúsa hann. Hann fór svo bara snemma að sofa, er alveg búinn að snúa við sólarhringnum og ákvað þess vegna að fara ekkert að sofa seinustu nótt, ég skil ekki hvernig hann getur haldið sér vakandi svona lengi. Á morgun ætlum við svo bara að hafa það næs og njóta þess að vera saman því að skólinn byrjar svo aftur eftir vetrarfrí á mánudaginn hjá Árna.
En núna er ég bara búin með starfsþjálfunina mína, fékk voða góða umsögn frá leiðbeinandum, rosa ánægð með það. Þarf núna bara að skrifa nokkurs konar hugleiðingaritgerð um þjálfunina og þá get ég byrjað á lokaritgerðinni.
laugardagur, október 22, 2005
Birt af Inga Elínborg kl. 10/22/2005 09:12:00 e.h.
|