mánudagur, október 10, 2005

Kíkti út á lífið með Helgu á laugardaginn. Fórum á Glaumbar (hvert annað?) og dönsuðum smá. Rosa gaman en alveg óþolandi að fara á djammið og lykta eins og maður hafi reykt í 12 tíma, jakk. Svo í gær lá ég bara uppi í rúmi og las 3 bækur, rosa skrýtið (en jafnframt alveg yndislegt) að þurfa ekki að vera að læra um helgar.

Í dag eru svo aðeins 12 dagar þangað til að ég fer til Danmerkur, jibbí.

En svo las ég þessa grein í morgun og fékk alveg tár í augun. Það er svo greinilegt að líf barnanna sem lenda í misnotkun eru ekkert metin, allavega ef miðað er við hvernig réttarkerfi okkar tekur á þessum einstaklingum sem brjóta af sér. Dáist alveg að konunni sem skrifar þessa bók, finnst hún sýna svo mikið hugrekki með því.