Kíkti út á lífið með Helgu á laugardaginn. Fórum á Glaumbar (hvert annað?) og dönsuðum smá. Rosa gaman en alveg óþolandi að fara á djammið og lykta eins og maður hafi reykt í 12 tíma, jakk. Svo í gær lá ég bara uppi í rúmi og las 3 bækur, rosa skrýtið (en jafnframt alveg yndislegt) að þurfa ekki að vera að læra um helgar.
Í dag eru svo aðeins 12 dagar þangað til að ég fer til Danmerkur, jibbí.
En svo las ég þessa grein í morgun og fékk alveg tár í augun. Það er svo greinilegt að líf barnanna sem lenda í misnotkun eru ekkert metin, allavega ef miðað er við hvernig réttarkerfi okkar tekur á þessum einstaklingum sem brjóta af sér. Dáist alveg að konunni sem skrifar þessa bók, finnst hún sýna svo mikið hugrekki með því.
mánudagur, október 10, 2005
Birt af Inga Elínborg kl. 10/10/2005 08:48:00 f.h.
|