Rosa mikið að gera hjá mér þessa dagana. Ég og Guðlaug fórum til Rakelar í gær og skoðuðum brúðkaupsmyndirnar og allar gjafirnar. Þvílíkt flottar myndir og geðveikar gjafir. Fengum rosa góða gulrótarköku og spjölluðum saman. Alltaf svo gaman að hitta þær.
Í kvöld er svo matarboð hjá Hrönn & Axel og Ásta & Ívar koma líka. Ég ætla líka að reyna að kveðja tengdó í kvöld þannig að ég kemst líklegast ekki í magadansinn, ekki alveg sátt með það en það eru bara ekki nægir tímar í sólarhringnum núna.
Á morgun ætla ég svo að reyna að hætta í þjálfuninni um hádegi því að ég á eftir að kaupa nammi fyrir Árna, fara á bókhlöðuna út af lokaverkefninu mínu, kveðja nánustu fjölskyldu, pakka niður o.fl. Ég ætla líka að reyna að kaupa þær jólagjafir sem ég er búin að ákveða svo að ég geti bara skilið þær hérna eftir og þurfi ekki að senda þær frá Århus.
Finnst rosalega óþægilegt að hafa svona mikið að gera á seinustu stundu en svona er það þegar að maður ákveður með svona stuttum fyrirvara að koma ekki heim um jólin. Annars hefði ég nú alveg getað dreift þessu meira.
fimmtudagur, október 20, 2005
Birt af Inga Elínborg kl. 10/20/2005 10:46:00 f.h.
|