Amma mín varð 95 ára í gær og í tilefni þess hittist stórfjölskyldan á Hrafnistu þar sem að amma býr. Fengum rosa góða rjómatertu og spjölluðum smá saman.
Helgin var nú bara að mestu leyti róleg. Gisti hjá Bjarklindi systur alla helgina vegna þess að hún var í Boston og ég var að passa köttinn hennar, Simbu. Ég fór líka með Snúð til hennar vegna þess að hún ætlar að vera svo góð að vera með hann þangað til að við komum aftur heim. Mamma og pabbi voru nefnilega að kaupa sér íbúð þar sem að má ekki vera með dýr.
Snúður og Simba gerðu nú ekkert annað en að hvæsa á hvort annað, þvílíkt stuð. Ég reyndi svo að halda Snúð inni en hann slapp auðvitað út um glugga en kom sem betur fer aftur heim. Svo núna situr Simba í kattarlúgunni og neitar að hleypa Snúði inn þegar að hann vill koma heim. Vona bara að hann fari ekki á flakk.
Svo kíkti ég á Ingibjörgu á laugardagskvöldið, við pöntuðum okkur pizzu og spjölluðum saman, voða næs.
Annars erum ég og Árni búin að ákveða að vera í Danmörku þangað til í mars (eitthvað vesen með kúrsana hans Árna) og við komum líklegast ekki heldur heim um jólin. Frekar skrýtin tilhugsun en svona er að vera fátækur námsmaður. Mér finnst reyndar yndislegt að vera bara tvö ein á aðfangadagskvöld en ég verð nú dálítið lítil í mér þegar að ég hugsa til þess að geta ekkert hitt fjölskyldu og vini um jólin.
mánudagur, október 17, 2005
Birt af Inga Elínborg kl. 10/17/2005 01:26:00 e.h.
|