Fór og hitti nokkrar sálfræðistelpur á kaffihúsi í gær, rosa gaman að hitta þær og spjalla. Líka gott að frétta hvernig aðrir eru að fíla starfsþjálfunina sína.
Þurfti reyndar að sleppa magadansinum til að hitta þær þannig að það er bara einn tími eftir :(. Ætla sko pottþétt að kaupa mér aftur kort þegar að við komum aftur.
Svo er ég búin að kaupa mér miða á Sálina í Kaupmannahöfn. Ég ætla að skella mér með Hildi sálfræðigellu, hlakka ekkert smá til :).
Í dag eru 3 dagar þangað til að ég fer aftur til Árósa, voða skrýtin tilfinning að vita til þess að við verðum þarna í 5 mánuði án þess að koma nokkuð heim. En ég hlakka nú bara líka til, sérstaklega að hitta Árnann minn. En svo verður maður bara að vera jákvæður. Eins og Alda sagði í gær, maður á eftir að búa á Íslandi allt sitt líf þannig að nokkrir mánuðir í öðru landi skipta kannski ekki svo miklu máli.
Svo eru líka 3 dagar þangað til að ég er búin í starfsþjálfuninni minni. Mér finnst nú eiginlega enn skrýtnari tilhugsun að vita að ég á bara lokaritgerðina mína eftir í náminu mínu, maður er bara að vera stór :).
Það er nú líka dálítið spes að missa af fæðingu krónsprinsins í Danmörku, sjónvarpsdagskráin var rofin þegar að Mary var flutt upp á spítalann og ég hef heyrt að það var þvílíkt fyllerí í öllu landinu til að fagna fæðingu hans :). Danir dýrka auðvitað kóngafjölskylduna sína.
miðvikudagur, október 19, 2005
Birt af Inga Elínborg kl. 10/19/2005 09:04:00 f.h.
|