þriðjudagur, október 25, 2005

Búin að vera rosa dugleg að horfa á þættina sem biðu mín. Oh my god hvað önnur þáttaröð af Lost er spennandi. Önnur þáttaröð af Desperate housewives er alveg að standa fyrir sínu, höfundarnir kunna sko að láta mann bíða í ofvæni eftir næsta þætti. Er líka að horfa á 12. seríu af ER og 3. seríu of One tree hill. Þetta eru bara æðislegir þættir, veit ekki hvað ég geri þegar ER hættir. Svo bíða mín líka þættir úr Stargate Atlantis og Stargate SG-1, jibbí. Humm, finnst ykkur þetta vera nokkuð of margir þættir?
Annars er voða næs að vera komin "heim", sofa í rúminu sínu með koddann sinn, sængina sína og manninn sinn við hliðina. Er alveg búin að sakna þess að hafa engan til að hjúfra sig upp að á nóttunni.
Erum svo að reyna að gera íbúðina aðeins heimilislegri, búin að fara í Ikea og keyptum þar hillur sem eru komnar upp á einn stofuveginn og eru bara að taka sig vel út þar. Vantar svo bara nokkrar körfur til að setja inn á bað og þá ætti þetta bara að vera fínt. Ekki seinna vænna, einungis búin að búa hérna í rúmlega 1 ár. Þannig að núna lítur íbúðin okkar ennþá meira út eins og auglýsing fyrir Ikea, allt fyrir utan sjónvarpið, rúmið og sjónvarpsstandinn er keypt þar.