sunnudagur, október 30, 2005

Helgin er búin að vera alveg þvílíkt næs. Á föstudaginn var okkur boðið í mat til Hildar og Hákons þar sem að við fengum ofsa góðan mat, nammi namm. Eftir matinn spiluðum við svo Catan, erum rosa ánægð að hafa fundið einhvern hérna úti sem finnst þetta spil gaman.
Bæði laugardagurinn og dagurinn í dag hafa svo að mestu leyti farið í leti. Er einhvern veginn ekki alveg að nenna að byrja á praktík ritgerðinni minni en þarf nú samt að fara að koma mér í þann gír. Ætla líka að fara uppí skóla í vikunni og reyna að finna mér leiðbeinanda fyrir mastersritgerðina mína.
Svo eru bara næstu helgar orðnar bókaðar. Sálin auðvitað næsta laugardag, mér tókst að plata Árna með mér vegna þess að þeir tveir aðilar sem ég þekki í Kaupmannahöfn voru auðvitað með gesti hjá sér þessa sömu helgi þannig að ég gat ekki gist hjá þeim. Var semsagt komin á fremsta hlunn með að hætta að fara en þá bauðst Árni til að koma með mér og við tökum bara lestina heim um nóttina, mjög ánægð með það.
Um þarnæstu helgi ætla ég svo að halda upp á afmælið mitt, jibbí. Ætla að bjóða stelpunum í sálfræðinni til mín og slá upp smá partýi. Hlakka mjög mikið til.
Svo erum við hjónin búin að taka ákvörðun um Snúð, það gengur semsagt ekki að hafa hann hjá Bjarklindi þannig að hann fer í Kattholt og verður þar næstu fimm mánuði allavega. Þótt að hann sé kannski ekkert sáttur við það þá vitum við allavega að hann er öruggur þarna og fer ekkert á flakk. Vona bara að honum eigi eftir að líða vel þarna. Það var annaðhvort að setja hann í Kattholt eða lóga honum og það vildum við alls ekki.
Svo eru mamma og pabbi á fullu að flytja núna, hlakka rosa mikið til að koma heim í mars og sjá íbúðina (er nefnilega bara búin að sjá hana þegar að hún var ekki nærri því tilbúin).
Ætlaði líka að minna fólk á að núna erum við bara einum klukkutíma á undan Íslandi, voða næs að sofa til 11 en komast svo að því að maður svaf bara til 10 :).