Jæja það er nóg að gerast þessa dagana. Við vorum að koma af ættarmótinu og það var bara rosalega fínt, reyndar alveg hrikalega kalt á nóttunum enda held ég að ég hafi kvefast, ekki gaman.
Svo beið okkar bréf þegar að við komum heim og við erum búin að fá íbúðina sem okkur bauðst sem er auðvitað æðislegt. Við erum búin að senda leigusamninginn undirritaðan aftur til Danmerkur, þannig að þetta er bara allt að gerast.
Svo næstu helgi er gæsun og steggjun hjá okkur, ég veit hvað á að gera við Árna, tíhí. En ég hef hinsvegar enga hugmynd um hvað á að gera við mig :s.
mánudagur, júlí 05, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 7/05/2004 10:47:00 f.h.
|