Jæja búin að fá myndirnar úr gæsuninni minni og ætlaði að fara að setja þær í myndirnar mínar en nei nei þá er Picture Trail orðið eitthvað leiðinlegt því að ég má ekki setja fleiri myndir hjá þeim því að ég er komin með meira en 36 myndir (eða semsagt ég þarf að borga ef ég vil hafa fleiri myndir hjá þeim), ekkert smá ömurlegt segi ég bara. En hérna er allavega linkur á myndirnar. En þetta eru nú bara nokkrar myndir, ekkert allar.
Annars er nú mest lítið að frétta, alltaf styttist í brúðkaupið, vei vei vei og við erum búin að redda öllu nema kertunum og gestabókinni þannig að þetta verður ekkert mál ;).
fimmtudagur, júlí 22, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 7/22/2004 08:24:00 f.h.
|