Vá hvað við erum búin að kaupa mikið, hornsófa, risastórt rúm, 28" widescreen sjónvarp (sem við fengum mikið ódýrara en það átti að kosta), eldhúsborð og svo ýmislegt smádót. Við tókum bíl á leigu í dag til að komast yfir allar búðirnar sem við áttum eftir og það hjálpaði okkur ekkert smá mikið, við skiljum ekki hvernig Karen og Grétar gátu komist yfir þetta án þess að vera á bíl. En við höfðum bílinn bara í dag, skilum honum eldsnemma á morgun og þá byrjar maður bara að hjóla og svona, keyptum einmitt líka hjól handa mér í dag, 18 gíra rosalega flott.
En núna erum við semsagt heima í nýju íbúðinni okkar og erum að fara að gista fyrstu nóttina þar. Það eina sem er í íbúðinni eru töskurnar okkar, sjónvarpið (auðvitað strax búin að tengja það) og svo vindsæng sem Karen og Grétar eiga. Við fáum nefnilega flest sent í næstu viku þannig að það verður frekar fátæklegt hjá okkur fyrstu dagana.
Svo vorum við að tala við mömmu og pabba og tengdó í gengum Msn og Skype, ekkert smá gaman að geta talað saman án þess að hafa áhyggjur af reikningnum. Maður er bara strax sítengdur (fylgir með húsaleigunni) þannig að það er rosalega fínt.
En ætla að fara að horfa á sjónvarpið. Knús til allra.
fimmtudagur, ágúst 19, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 8/19/2004 10:01:00 e.h.
|