Jæja núna er maður búinn að kveðja nokkra. Fór til pabba í gær og kvaddi hann því að hann var að fara til Bakkafjarðar aftur í dag þannig að ég á ekkert eftir að sjá hann aftur áður en við förum. Svo kvöddum við líka Hrönn og Axel því að þau skelltu sér í helgarferð til London í morgun og koma ekki aftur fyrr en á mánudagskvöld. Ég er samt einhvern veginn ekki að ná því að ég á ekki eftir að sjá þetta fólk fyrr en eftir 4 mánuði, frekar skrýtið sko.
fimmtudagur, ágúst 12, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 8/12/2004 09:22:00 f.h.
|