Jæja núna eru innan við 18 tímar að ég giftist Árna mínum. Það er svo skrýtið að þessi dagur sé kominn, maður er búinn að bíða svo lengi eftir honum. Ég hlakka svo mikið til en samt er ég dálítið stressuð (með höfuðverk og smá flökurt) en það hlýtur að hverfa í nótt.
Við fórum á æfinguna í dag og hittum prestinn og mér líst bara nokkuð vel á hann. Ríta var nú nærri því sofnuð í kirkjunni, algjört krútt. Vona bara að hún geti haldið sér vakandi á morgun ;).
Núna er ég bara heima hjá mömmu og pabba og við erum aðeins að spjalla saman og slappa af og svona. Reyndar á þessum þremur tímum síðan að ég kvaddi Árna þá er ég alltaf að muna eftir einhverju sem við höfum gleymt að gera þannig að ég er örugglega búin að hringja í hann svona 5 sinnum.
föstudagur, ágúst 06, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 8/06/2004 10:21:00 e.h.
|