þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Jæja þá er byrjuð að koma smá mynd á íbúðina okkar. Við erum komin með eldhúsborð og 4 klappstóla (þannig að það er hægt að sitja annars staðar en á vindsænginni) og á morgun fáum við sófann okkar og líklegast rúmið líka, hlakka svo til.
Við hjóluðum í nokkrar búðir í gær og ég var gjörsamlega búin á því eftir fyrstu brekkuna (alveg ekkert þol) en það lagaðist fljótt. Verð bara að vera dugleg að æfa mig að hjóla.
Svo reyndi ég að tala við mömmu og pabba í gær í gegnum MSN en það var ekkert smá fyndið. Þau heyrðu nefnilega ekkert í mér en ég heyrði í þeim þannig að ég skrifaði allt sem ég sagði og svo töluðu þau við mig í gegnum mikrófóninn, örugglega frekar fyndið að horfa á okkur ;). Vona bara að það gangi betur næst, það er svo gott að geta talað svona saman.
Árni byrjar svo í skólanum á morgun, hann er bara 3 daga (í viku) í skólanum fyrstu 7 vikurnar þannig að það er mjög fínt. Svo hef ég enga hugmynd um hvenær ég byrja eða hvort ég byrji yfir höfuð vegna þess að þótt að ég hafi fengið bréf um að ég sé komin inn þá er það ekkert pottþétt, ekki alveg nógu gott. Ég er á fullu að senda þeim email en fæ engin svör. Ekkert smá asnalegt að láta mann flytja út til annars lands og svo bara segja: nei þú kemst kannski ekki inn (en samt er ég með bréf sem stendur að ég sé komin inn). En ég fer allavega í kynningu hjá þeim á fimmtudaginn og þá hlýtur þetta að koma betur í ljós.
En ætla að segja þetta gott núna og fara að horfa á Olympíuleikana. Knús til allra.