Dagurinn í gær var yndislegur. Helgan mín var svo falleg í kjólnum sínum, Freyr svaka myndarlegur í jakkafötunum og Hlynur auðvitað algjör dúlla í skírnarkjólnum. Ótrúlega falleg athöfn enda var ég með tárin í augunum mestallan tímann og gat varla sungið sálmana.
Veislan var mjög skemmtileg, góður matur og fullt af ræðum. Ég og Ásta héldum einmitt ræðu sem heppnaðist bara mjög vel :). Eftir veisluna hittumst ég, Karen, Sara og Rannveig heima hjá Söru, tókum eitt Buzz spil og spjölluðum. Mjög skemmtilegur dagur í alla staði.
Hinsvegar er oft stutt á milli hláturs og gráturs. Mamma hringdi í mig í morgun vegna þess að elsku amma mín lést í nótt. Hún var búin að vera svo mikið veik alla vikuna, í hálfgerðu móki og virtist ekkert vita af neinum í kringum sig. Þegar að ég fór til hennar í vikunni hélt hún nú samt í hendina á mér og vildi alls ekki sleppa. En minningarnar um hana lifa ennþá og það er alltaf gott að hugsa til þeirra. Hún er allavega komin til afa núna og líður mun betur.
sunnudagur, júlí 02, 2006
Birt af Inga Elínborg kl. 7/02/2006 09:52:00 f.h.
|