þriðjudagur, júlí 04, 2006

Skrýtnar tilfinningar í gangi þessa dagana. Á sunnudeginum fékk ég þær fréttir að ég væri búin með kandídatsnámið mitt!! Fékk semsagt 10 fyrir lokaritgerðina, er voða stolt af sjálfri mér :). Hinsvegar fannst mér mjög svo skrýtið að vera ánægð með þetta, finnst það einhvern veginn ekki við hæfi þessa dagana. Vonandi get ég fagnað þessu betur þegar í næstu viku þegar að við verðum búin að kveðja ömmu.

Finnst þetta dálítið óraunverulegt, maður er búin að vera í námi samfleytt seinustu 5 ár og allt í einu er þetta öryggisteppi tekið frá manni. Núna er maður orðin stór og þarf að fara að leita sér að framtíðarvinnu, ótrúlega skemmtilegt en samt yfirþyrmandi á einhvern hátt.