laugardagur, júlí 08, 2006

Hildur vinkona á afmæli í dag. Innilega til hamingju með afmælið elsku Hildur og láttu Konna stjana við þig í allan dag :). Hlökkum ótrúlega mikið til að sjá ykkur þegar að þið komið til Íslands.

Við erum svo á leiðinni í afmæli í dag. Ríkey, litla frænka, varð semsagt eins árs í gær. Til hamingju með daginn Ríkey mín.

Fyrir utan þetta er nú mest lítið að frétta, ég geri ekki neitt annað en að vinna og Árni er á fullu í ritgerðinni. Vá, hvað ég hlakka til þegar að hann verður búinn og ég sé hann meira en klukkutíma á dag :). Njótið helgarinnar allir saman og verið góð hvort við annað.