Ég er búin að vera að fylgjast með Rockstar: Supernova, örugglega eins og flestir Íslendingar og ég er svo stolt af Magna. Hann syngur auðvitað frábærlega vel, kemur mjög vel fyrir og er alveg laus við allan hroka. Íslendingahjartað mitt tók svo stóran kipp þegar að ég sá að hann er sigursælastur í netkosningu um hver sigrar í keppninni. Er greinilega vinsæll hjá fleiri en Íslendingum.
|