þriðjudagur, júlí 18, 2006

Sigga systir á afmæli í dag, innilega til hamingju með afmælið elsku Sigga mín. Njóttu dagsins :).

Voðalega mikill mánudagur í mér, bæði í gær og í dag. Var ekki að nenna að mæta í vinnuna í morgun en maður lét sig nú hafa það.

Er byrjuð að telja niður í flutningana, bara 45 dagar þangað til að við fáum afhent sem þýðir að það eru einungis 48 dagar þangað til að við getum tekið Snúddsa strák til okkar, hlakka endalaust mikið til að geta knúsað hann daginn út og daginn inn.