þriðjudagur, júlí 25, 2006

Bara nóg að gerast þessa dagana. Árni tók þá ákvörðun að fresta ritgerðarskilum, gengur ekki alveg nógu vel hjá honum þannig að hann byrjar að vinna 1. ágúst í stað 1. september. Hann miðar svo við að skila einhvern tímann um áramótin. Þótt að það sé pínku hættulegt að byrja að vinna áður en maður skilar þá er það nú talsvert betra en að sitja fyrir framan tölvuna og ná engu niður á blað. En honum líður allavega mikið betur núna og seinasti mánuðurinn af sumrinu verður líklegast aðeins fjörmeiri vegna þess að hann þarf ekki að vera allar helgar uppí skóla að læra.

Við fórum svo í heimsókn til Hildar og Konna í gær. Ekkert smá æðislegt að sjá þau, erum búin að sakna þeirra alveg svakalega mikið.

Á fimmtudaginn ætlum við svo að fara í smá útilegu. Ætlum að gista í Skaftafelli þá nótt og keyra til Bergþórs pabba á Bakkafirði á föstudag. Á laugardaginn ætlum við að keyra á Kárahnjúka, mig langar að sjá alla náttúruna sem fer undir vatn en Árni er nú reyndar spenntari fyrir því að sjá stífluna sjálfa. Á sunnudaginn leggjum við aftur af stað frá Bakkafirði og planið er að skoða Kröflu og Víti. Við ætlum svo að koma við í Búðardal til að hitta Hildi og Konna aftur en við náum líklegast ekkert að hitta þau meira meðan þau verða á landinu. En allavega, skemmtileg helgi framundan.