Við skemmtum okkur ekkert smá vel um helgina, fengum æðislegt veður í Skaftafelli - algjört blankalogn og hiti. Við þræddum svo Austfirðina daginn eftir í geðveikum hita og sól. Vorum komin á Bakkafjörð kl. 6 um daginn og ákváðum að við nenntum eiginlega ekki að vera að keyra alla leið á Kárahnjúka daginn eftir enda hefði það tekið um 7 tíma báðar leiðir. Við vorum svo bara í góðu yfirlæti á Bakkafirði, lögðum af stað snemma á sunnudagsmorgninum og komum við í Búðardal. Fórum í heita pottinn með Hildi og Konna og borðuðum með þeim, ekkert smá gaman. Vorum svo komin heim kl. hálftíu enda vorum við nú frekar þreytt daginn eftir. En rosa skemmtileg ferð.
Árni byrjaði svo hjá Íslenskri erfðagreiningu í dag, líst svaka vel á vinnustaðinn. Í dag er líka mánuður þangað til að við fáum íbúðina okkar afhenta og 33 dagar þangað til að Snúðurinn okkar kemur til okkar.
Reyndar mun fjölskyldan okkar stækka þann 11. febrúar en þá á litla krílið okkar að koma í heiminn. Við fórum í 12 vikna sónar í dag, fengum að heyra hjartsláttinn og sjá það hreyfa sig. Ekkert smá gaman :). Ég er nú alveg búin að eiga í erfiðleikum með að þaga yfir þessu í 8 vikur en loksins er þessi tími liðinn og maður getur sagt öllum þetta.
þriðjudagur, ágúst 01, 2006
Birt af Inga Elínborg kl. 8/01/2006 02:22:00 e.h.
|