Árni fór að spila með strákunum í gær og kom ekki heim fyrr en um þrjú. Ég glaðvaknaði þegar að hann kom heim þannig að ég ákvað bara að fara á netið og kjósa Magnííí. Horfði líka á hann syngja og vá hvað þetta var flott hjá honum. Live er ein af mínum uppáhalds hljómsveitum og mér finnst hann syngja ótrúlega líkt söngvaranum. Ég er nú reyndar frekar þreytt í dag, sofnaði nefnilega ekki aftur fyrr en um fimm. En alveg þess virði :).
|