Ég er svo ánægð með að það sé kominn föstudagur. Það verður nefnilega nóg að gera um helgina, annað kvöld er þrítugsafmæli hjá frænda mínum og á sunnudaginn verður litli kútur þeirra Matta og Þórdísar skírður. Hlakka svo til að vita hvað hann á að heita. Skírnin verður í Þingvallakirkju og veislan á Hótel Valhöll, alltaf gaman að fara þangað.
En annars er bara vika í afhendingu, trúi varla að það sé svona stutt í þetta. Við fórum einmitt til Snúðsins okkar í fyrradag, í seinasta skipti áður en við tökum hann til okkar. Fengum leyfi til að sækja hann sunnudaginn 3. september svo að hann fái smá tækifæri til að venjast okkur aftur. Hann er nú reyndar orðinn algjör feitabolla, ekki skrýtið þar sem að hann fær ekkert að fara út. Vona bara að hann eigi eftir að þýðast okkur aftur, reyndar kemur hann alltaf til okkar þegar að við komum að heimsækja hann og vill að við klöppum sér þannig að þetta verður vonandi lítið vandamál.
föstudagur, ágúst 25, 2006
Birt af Inga Elínborg kl. 8/25/2006 09:42:00 f.h.
|