föstudagur, ágúst 18, 2006

Í fyrsta skipti í 20 ár er ég ekki að fara í skóla í haust. Það er svoooo skrýtin tilfinning. Mér fannst alltaf svo gaman að kaupa bækurnar og ég hlakkaði til að byrja að lesa þær, sérstaklega eftir að ég byrjaði í sálfræðinni. Reyndar varð maður alltaf pínku leiður á að vera í skóla, ef maður fékk slæma próftöflu eða verkefnin hrúguðust upp en á heildina litið var þetta æðislegur tími. Ef maður nennti ekki í tíma þá gat maður bara sofið út og hvílt sig en það er ekki hægt þegar að maður er að vinna. Mér finnst samt pínku erfitt að venjast tilhugsuninni að ég verð "bara" að vinna næstu mánuði. En það er líka gott að hugsa til þess að ég á frí um allar helgar og þarf ekki að hafa áhyggjur af prófum eða skrifa ritgerð.

Annars er vikan búin að vera rosalega fín. Kvefið er eiginlega alveg farið, sem betur fer. Fór með Jósu út að borða á þriðjudaginn, alltaf svo gaman að hitta hana og spjalla, takk fyrir kvöldið skvís. Í kvöld verður svo farið á Footloose með Karen og Grétari, hlakka rosa mikið til þess. Það eru alveg ár og dagar síðan að ég hef farið í leikhús. Svo er aldrei að vita nema maður kíki niður í bæ á morgun, allavega til að sjá flugeldasýninguna. En vonandi njótið þið helgarinnar, ég veit að ég ætla að gera það :).