Mér finnst svo æðislegt hvað Íslendingar standa vel við bakið á Magna. Það er alveg yndislegt að vera frá svona litlu landi og upplifa samkenndina og hvað við erum að rifna úr monti þegar að einhverjum Íslending gengur vel út í hinum stóra heimi. Ég var svo stolt í gærkvöld þegar að Magni gat einn setið öruggur um að komast áfram en allir hinir höfðu einhvern tímann verið í neðstu þremur sætunum, alveg frábært í alla staði :).
Við hjónin ákváðum svo að kaupa okkur miða til Árósa í október. Förum á fimmtudegi og komum aftur á sunnudegi. Hildur og Konni ætla að vera svo yndisleg að leyfa okkur að gista hjá þeim. Ég hlakka svo til að hitta vinina, labba Strikið, fara á Baresso og fá mér ostaköku, kíkja í H&M og bara hafa það náðugt.
Annars fáum við íbúðina afhenta á morgun, ótrúlegt hvað tíminn er búinn að líða hratt. Fáum íbúðina afhenta á hádegi og Árni fékk frí eftir hádegi á morgun, býst við að hann fari bara í það að ferja alla kassana sem stellið okkar er í. Vil helst ekki að aðrir komi nálægt þeim kössum, held að ég sé dálítið lík Monicu í Friends stundum :).
fimmtudagur, ágúst 31, 2006
Birt af Inga Elínborg kl. 8/31/2006 07:50:00 e.h.
|