Helgin var ekkert smá skemmtileg. Fórum í matarboð til Ástu og Ívars á föstudaginn, fengum geðveikt góðan mat. Sátum svo bara frameftir og spjölluðum saman. Á laugardagskvöldið fórum við á Pirates of the Caribbean, mæli alveg með henni, mjög góð. Á sunnudaginn var svo partý hjá Söru skvís, það var svo gaman hjá okkur að það var ekki farið niður í bæ fyrr en um eittleytið. Reyndar fórum við Árni bara heim því að gærdagurinn var frátekinn fyrir tveggja ára brúðkaupsafmælið okkar.
Ég átti semsagt að sjá um að skipuleggja daginn því að Árni sá um það á seinasta ári. Ég fór með hann í Töfragarðinn á Stokkseyri, ekkert smá sætur garður. Við sáum kettlinga, lömb, geitur, hvolpa, hreindýr og fleira. Alveg yndislegt :). Um kvöldið fórum við svo á Hafið bláa sem er við ósa Ölfusár. Ótrúlega fallegt útsýni og maturinn alveg geggjaður. Árni fékk sér humarsúpu í forrétt og fiskiþrennu í aðalrétt en ég fékk mér humarsúpuna í aðalrétt og ísköku með ferskum ávöxtum í eftirrétt. Nammi namm. Við kíktum svo við hjá Hrönn og Axel á leiðinni heim og spjölluðum aðeins við þau. Alveg frábær dagur.
þriðjudagur, ágúst 08, 2006
Birt af Inga Elínborg kl. 8/08/2006 09:34:00 f.h.
|