Mér finnst alltaf jafn yndislegt þegar að sumarið er að verða búið. Það verður fyrr dimmt á kvöldin, maður getur byrjað að kveikja á kertum og mér finnst ég finna einhverja haustlykt. Ekki spillir svo fyrir að eftir haustið er svo stutt í jólin sem eru minn uppáhaldstími. Baka, kaupa jólagjafir, skreyta íbúðina, lesa bækur og pússla á meðan maður drekkur jólaöl og borðar konfekt. Ummm, hljómar allt svo kósý. Ég er alveg komin í einhvern nostalgíufíling hérna :). Hlakka líka endalaust mikið til að halda jólin á okkar eigin heimili, við erum ekki búin að geta það síðan árið 2002.
|