þriðjudagur, ágúst 29, 2006

Ég skemmti mér svaka vel um helgina, verst hvað hún leið fljótt. Það var rosa gaman að fara í þrítugsafmælið og hitta alla fjölskylduna, suma hefur maður ekki séð í mörg ár.

Á sunnudaginn var litli kúturinn skírður og fékk nafnið Ólafur Matti. Ólafur í höfuðið á móðurafanum og Matti í höfuðið á pabba sínum. Innilega til hamingju með fallega nafnið þitt, sæti strákur. Í veislunni var hann svo tekinn úr kjólnum og settur í matrósaföt, alveg algjör dúlla.

En bara 3 dagar í afhendingu, þetta er alveg að bresta á. Fórum í Ikea í gær og keyptum okkur nýtt áklæði á sófann okkar. Það átti að kosta 40.000 en þar sem að bara sýnishornaeintakið var eftir fengum við 40% afslátt og það sést ekkert á því. Ógó gaman að spara alltaf dálítið.