Helgin var svaka fín. Fórum fyrst út að borða með Karen og Grétari á Enricos, fengum voða gott að borða. Sýningin sjálf var rosa flott, skemmtum okkur alveg mjög vel yfir henni. Náði einmitt í nokkur lög úr sýningunni þegar að við komum heim :).
Á sunnudaginn kíktum við svo í Tekk og löbbuðum út með 6 borðstofustóla og eitt borðstofuborð :). Fengum 40% afslátt og erum bara svaka ánægð með það. Alltaf svo gaman að kaupa húsgögn, sérstaklega á svona góðum afslætti.
En annars styttist alltaf í flutninga, jei jei jei. Get varla beðið eftir að sofa í íbúðinni okkar og knúsa Snúðinn okkar endalaust mikið.
þriðjudagur, ágúst 22, 2006
Birt af Inga Elínborg kl. 8/22/2006 08:50:00 f.h.
|