sunnudagur, ágúst 13, 2006

Mér hefur sjaldan liðið eins illa eins og undanfarna daga. Á miðvikudagskvöldið fylltist ég allt í einu af kvefi og fékk þvílíkan hita í kaupbæti. Á fimmtudaginn var svo búið að bæta við beinverkjum og hálsbólgu og þar sem að ég gat komið voða litlu niður þá var maginn ekki alveg sáttur við mig þannig að ég kastaði nokkrum sinnum upp. Á föstudaginn leið mér aðeins skár en ákvað að vera bara heima alla helgina til að taka enga sjénsa, vil sko ekki láta mér slá niður.

En það þýðir að ég missti af ballinum með Páli Óskari sem átti að vera á laugardaginn. Við vinkonurnar vorum búnar að plana að fara fyrir löngu síðan en svo fór nú reyndar þannig að þær fóru ekki heldur. Maður er greinilega svo ómissandi, tíhí :).

En semsagt bara veikindafréttir þessa dagana, erum reyndar alveg byrjuð að telja niður í flutningana, styttist óðum. Fórum einmitt í Ikea á þriðjudaginn og skoðuðum fullt. Oh það er svo gaman að flytja í sína eigin íbúð, bara 19 dagar þangað til að við fáum afhent, jibbí!!