miðvikudagur, september 06, 2006

Það eru tveir sem eiga afmæli í dag. Sætasti kisinn og tengdapabbi, innilega til hamingju með afmælið báðir tveir :). Annars erum við alveg í skýjunum þessa dagana, æðislegt að geta knúsað Snúðinn sinn þegar að maður vill og ekki verra að vera í sinni eigin íbúð.

Reyndar vekur Snúður okkur á hverjum morgni um fimm en það er bara vegna þess að hann vill fara út. Fórum einmitt með hann út í beisli í gær til þess að leyfa honum að kynnast umhverfinu og miðum við að setja hann út í fyrsta skipti einan um helgina. Held að maður verði rosa sáttur við það. Hann er rosalega háður okkur þessa dagana, eltir mann á klósettið vegna þess að hann heldur að við séum að fara frá honum aftur, algjör dúlla. Svo er alveg æðislegt þegar að hann sefur uppí hjá okkur og malar hástöfum.

Annars gengur bara ágætlega að koma okkur fyrir, erum eiginlega búin að taka upp úr öllum kössum og núna er mesti höfuðverkurinn hvar við eigum að hengja myndirnar upp. Erum nefnilega ekki alveg sammála um það en það leysist fljótlega. Allir velkomnir í heimsókn!!

Hinsvegar finnst mér rosa erfitt að venjast því að þurfa að leggja af stað korteri fyrr í vinnuna, erum alveg hálftíma frá Hafnarfirði og niður í bæ. Okkur finnst nefnilega svo gott að snooza þannig að klukkan er alltaf orðin svo margt. Sváfum yfir okkur í gær, þ.e.a.s. vöknuðum ekki fyrr en hálfátta sem þýddi að ég kom 20 mínútum of seint í vinnuna því að við vorum 40 mínútur á leiðinni.

Svo fórum við til ljósmóðurinnar í fyrradag og fengum að heyra hjartsláttinn hjá litla krílinu, alveg yndislegt. Það er nú smá byrjað að sjást á mér, sérstaklega á kvöldin. Svo er 20 vikna sónarinn 27. sept, hlökkum rosa mikið til þess. Ætlum ekki að fá að vita kynið, viljum bara láta þetta koma á óvart.