miðvikudagur, september 13, 2006

Jæja þá fer Magna-æðið að vera búið. Gat nú ekki haldið mér vakandi í gær þannig að ég horfði á smá í vinnunni, fannst Magni standa sig mjög vel sem og Toby. Nennti ekki að horfa á Lukas eða Dilönu, finnst þau bæði svo leiðinleg. Er samt einhvern veginn að vona að Magni lendi í öðru sæti og Toby vinni :), einfaldlega vegna þess að ég er ekkert viss um að Magna langi til að spila með hljómsveitinni. Í einhverju viðtalinu þá sagði hann einmitt sjálfur að hann þekkti gaurana nákvæmlega ekki neitt og gæti þ.a.l. ekki myndað sér skoðun um hvort að honum langaði að spila með þeim. Þetta viðtal var nú reyndar fyrir þremur vikum þannig að kannski hefur eitthvað breyst. En alveg óháð hvaða sæti hann lendir í, þá er hann búinn að sanna að hann er ótrúlega góður söngvari.